Mér finnst fátt skemmtilegra en að fá að vinna með ungu fólki. Í byrjun október stýrði ég ungmennaþingi fyrir hönd Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem fram fór á Blönduósi. Þar gafst ungu fólki tækifæri til að láta rödd sína heyrast því afraksturinn var kynntur fyrir sveitarstjórnarfólki á svæðinu.
Á þeim brann ótrúlega margt sem þau vilja gera til að bæta nærsamfélag sitt, sérstaklega í umhverfismálum. Svo sem með því að bæta göngu- og hjólastíga, fjölga ruslatunnum, fjölga ferðamátum, ýta undir orkuskipti og margt fleira.