Sunnudaginn 27. ágúst tók ég þátt í virkilega vel heppnuðum fjölskyldudegi Verkfræðingafélags Íslands. Þar var ég hluti af hinni frábæru Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Þar sem veðrið var frábært og himinninn léttskýjaður tók ég sólarsjónaukann með og sýndi fólki hana. Í sjónaukanum var hægt að sjá sólbletti og sólgos.
Þetta er tilvalin skemmtimennt fyrir börn og fullorðna, svo ef einhver hefur áhuga á slíku, þá er um að gera að hafa samband.