Stjörnu Sævar

Geimfjör með IKEA

Sævar Helgi Bragason • November 2, 2023

Skemmtimennt í IKEA

Sem betur fer eru verkefnin mín æði fjölbreytt. Fékk til að mynda nýverið tækifæri til að vinna með IKEA í kynningu á nýrri línu fyrir börn þar sem þemað er geimurinn. Í því fólst annars vegar að fræða krakka í þrígang í vetrarfríinu um geimvísindi í bland við einfaldar og léttar tilraunir sem auðvelt er að gera heim og hins vegar að halda stutta skemmtimennt fyrir starfsfólk einn morguninn.


Þetta var auðvitað alveg hrikalega skemmtilegt og fékk alveg frábær viðbrögð:


„Við hjá IKEA fengum Sævar Helga til okkar til að fræða bæði starfsfólk og börn sem kíktu til okkar í vetrarfríinu um sólkerfið okkar, stjörnumerkin og fleira skemmtilegt. Eftir fyrirlesturinn frá Sævari vorum við mun fróðari um allt sem snýr að geimnum. Með fróðleiksmolum og skemmtilegum örsögum veitti hann okkur innblástur til að fræðast enn meira og minnti okkur á að horfa reglulega upp til himins í daglegu lífi. Fyrirlesturinn hans Sævars var allt í senn skemmtilegur, fræðandi og hnyttinn. Við þökkum kærlega fyrir okkur!“




By Sævar Helgi Bragason August 28, 2024
Upplestrar og fræðsluheimsóknir í skóla
By Sævar Helgi Bragason November 2, 2023
Skemmtimennt í IKEA
By Sævar Helgi Bragason October 27, 2023
Vísindalæsisbókin Hamfarir komin í verslanir
By Sævar Helgi Bragason October 25, 2023
Hvað er á döfinni næstu vikur?
By Sævar Helgi Bragason October 5, 2023
Hvað vill ungt fólk á Norðurlandi vestra bæta í sínu nærsamfélagi?
By Sævar Helgi Bragason October 2, 2023
Tvær skemmtimenntir á Vísindavöku
By Sævar Helgi Bragason September 1, 2023
Uppskeruhátið sumarlesturs
August 29, 2023
Þessa dagana erum við að taka upp næstu þáttaröð af Nýjasta tækni og vísindi. Eitt innslagið fjallar um rafvæðingu flugs. Í blíðskaparveðri fékk ég sitja með Matthíasi Sveinbjörnssyni flugmanni og forseta Flugmálafélags Íslands og fljúga með honum á rafmagni yfir Reykjavík. Vélin er ótrúlega hljóðlát og fislétt. Innslagið verður sýnt í Nýjasta tækni og vísindi á RÚV næsta vetur.
August 29, 2023
Sunnudaginn 27. ágúst tók ég þátt í virkilega vel heppnuðum fjölskyldudegi Verkfræðingafélags Íslands. Þar var ég hluti af hinni frábæru Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Þar sem veðrið var frábært og himinninn léttskýjaður tók ég sólarsjónaukann með og sýndi fólki hana. Í sjónaukanum var hægt að sjá sólbletti og sólgos. Þetta er tilvalin skemmtimennt fyrir börn og fullorðna, svo ef einhver hefur áhuga á slíku, þá er um að gera að hafa samband.
Share by: