Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að heimsækja bókasöfn og kynna bækurnar mínar þar. Annan september var mér boðið að heimsækja bókasafn Hafnarfjarðar til að taka þátt í uppskeruhátíð sumarlesturs og draga út vinninga fyrir fimm lestrarhesta. Las þar úr Úps! og nýju bókinni Hamfarir. Þar lærðum við meðal annars að lóan sem syngur inn vorið er afkomandi risaeðlenna! Það er frekar merkilegt, er það ekki?
Takk fyrir mig Hugrún og co í bókasafni Hafnarfjarðar!