Allt í náttúrunni er hluti af hringrás. Þú líka! Meltingin þín leikur nefnilega algjört lykilhlutverk þar. Heimurinn verður svo fallegur og forvitnilegur þegar við uppgötvum hvernig allt er tengt. Meira að segja kúkur, piss og prump verður bara … spennandi! Það sem mestu máli skiptir er að vera forvitin og þora að spyrja spurninga.
A pristine, starry sky offers endless beauty. Anyone who has ever seen the Milky Way in all its glory or witnessed the dramatic dance of powerful North – ern Lights can attest to that. But how do the auroras form, and when can you see them? Why are they so colourful, and how do you photograph them? What else is up there?
Mögnuð léttlestrarbók úr hinum vinsæla Vísindalæsisflokki Sævars Helga Bragasonar. Jörðin, heimili okkar allra, hefur gengið í gegnum hryllilegar hamfarir frá upphafi, til dæmis þegar tunglið varð til og þegar risaeðlurnar dóu út. Komdu með í tímaferðalag með Stjörnu-Sævari!
ÚPS! Mistök sem breyttu heiminum er þriðja léttlestrarbókin í hinum geysivinsæla Vísindalæsisflokki Sævars Helga Bragasonar. Skemmtilegur fróðleikur og fjörugar staðreyndir úr heimi vísindanna. Bókin er prýdd fjölmörgum litmyndum eftir Elías Rúna.
Skemmtileg léttlestrarbók um umhverfismál eftir Stjörnu-Sævar, myndlýst af Elísabetu Rún. Umhverfið er tilvalin bók fyrir forvitna og fróðleiksfúsa krakka sem vilja æfa lesturinn og efla vísindalæsið í leiðinni!
Skemmtileg léttlestrarbók um himingeiminn eftir Stjörnu-Sævar, myndlýst af Elísabetu Rún. Sólkerfið er tilvalin fyrir forvitna og fróðleiksfúsa krakka sem vilja æfa lesturinn og efla vísindalæsið í leiðinni!
Svarthol eru einhver furðulegustu fyrirbæri alheimsins. Svo ofboðslega stór og ótrúlega sterk, en samt algerlega ósýnileg! Hvernig getur það verið? Og hvernig vitum við þá að þau eru til? Getum við lent í því að svarthol gleypi okkur fyrirvaralaust? Og hvað skyldi gerast ef manneskja steypist ofan í svarthol?
Geimverur – Leitin að lífi í geimnum fjallar um eina stærstu spurningu vísindanna: Erum við ein í alheiminum eða er líf á öðrum hnöttum? Hvers vegna höfum við ekki enn sannað tilvist geimvera? Hafa þær kannski nú þegar heimsótt jarðarbúa? Hvernig gætu geimverur litið út? Höfum við reynt að senda skilaboð til þeirra?
Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna fjallar um undrin sem sjá má á næturhimninum, frá sólsetri til sólarupprásar. Greint er frá því helsta sem sést með berum augum frá Íslandi, allt frá næturregnbogum og norðurljósum til gervitungla og stjörnuhrapa, að himintunglunum ógleymdum.
Við búum á pínulitlum hnetti í risa-, risa-, risastórum alheimi. Stjörnurnar á himninum og tunglið blasa við okkur og geimurinn sem er svo óendanlega spennandi fyrirbæri.
En hvar byrjar og endar alheimurinn? Hvernig varð hann til? Hvað var áður en hann varð til?